Ashwagandha, einnig þekkt sem indverskt gingsen, hefur verð kallað kóngur Ayurvedic jurta og hefur verið gríðarlega vinsæl í mjög langan tíma. Jurtin er í flestum tilfellum tekin inn sem töflur, duft og jafnvel vökvi (e. root extract).
Jurtin er þekktust fyrir að minnka streitu og kvíða og virðist hafa góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Hún virðist einnig hafa góð áhrif á hormónana hjá bæði konum og körlum og virðist lækka kortisólið, sem er streituhormón sem er allt of mikið af hjá mörgum. Hún virðist einnig hjálpa þeim sem eiga erfitt með svefn og eykur svefngæðin. Það virðist einnig að jurtin hjálpi ónæmiskerfinu okkar.
Þar sem streita hefur verið alsráðandi í mörgum samfélögum í frekar langan tíma þá er ekki nema von að jurtin hafi orðið vinsæl og er oft talað eins og þetta sé jurt sem eiginlega lagi allt.
Hversu mikið á að taka af ashwagandha?
Algengast er að taka 600 mg og skipta því í tvennt. Einn skammtur að morgni og einn að kveldi. Rannsóknir sýna að það þurfi alveg 600 mg til að jurtin auki svefngæði. Íþróttafólk gæti þurft að auka skammtinn í 1000 mg til að nýta jurtina til að róa taugakerfið eftir erfiðar æfingar.
Það virðist vera að áhrifin af jurtinni minnki með tímanum. Því hafa margir talið að það sé gott að taka pásur eða að taka hana annan hvorn dag til að ávinningurinn haldist lengur.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ashwagandha en flestar þeirra hafa fengið gagnrýni um gæði þeirra. Því er í raun ekki neinar rannsóknir sem virkilega sanna það að þetta sé jurt sem aðstoð okkur svona mikið eins og margir vilja meina. Hvort jurtin virki eða virki ekki virðist vera mjög einstaklingsbundið og hver og einn verður að dæma hvort hún gagnist þeim eða ekki.
Comments