top of page

Er eitthvað bætiefni sem læknar venjulegt kvef? Hafa matarvenjur okkar áhrif á það hvort við fáum kvef?



Engin bætiefni lækna kvef en gott er að hafa heilbrigt ónæmiskerfi
Venjulegt kvef læknast á 2-14 dögum

Venjulegt kvef er í raun mild veirusýking í efri öndunarvegi. Það er engin lækning til við kvefi og snúast því meðferðir yfirleitt um að minnka einkenni og læknast yfirleitt að sjálfu sér á 2-14 dögum.


Kvef er eitt af algengustu sjúkdómum í heimi og geta fullorðnir fengið 2-3 kvefpestir að meðaltali á ári og börn enn fleiri.


Hafa einhver bætiefni verið rannsökuð til að minnka einkenni venjulegs kvefs?


Til að hafa það alveg 100% - engin bætiefni lækna kvef en það eru nokkur sem geta minnkað einkennin og jafnvel stytt tíma þess.


Bæði C vítamín og Sink hafa verið rannsakað töluvert og virðist þau stytta tímann sem við erum kvefuð. Enchinacea og hvítlaukur hafa einnig sýnt að þau geti stytt tímann örlítið.


Sink er nauðsynlegt steinefni fyrir líkamann og hefur áhrif á marga þætti hans, t.d. hefur áhrif á ónæmiskerfið. Ostrur innihalda mjög mikið sink en einnig inniheldur rautt kjöt, baunir, hnetur og mjólkuvörur töluvert af steinefninu.


Skortur á sinki getur komið fram með ýmsum hætti þar sem það hefur áhrif á svo marga þætti. Hjá ungabörnum getur niðurgangur verið dæmigert hjá þeim sem skortir sink. Hjá börnum getur hægur vöxtur og endurteknar sýkingar verið dæmi um sink skort. Sink skortur getur einnig haft áhrif á matarlyst, bragð- og lystarskyn.


En hafa ber í huga að sink skortur er alls ekki algengur. Í öllum heiminum er talið að um 17% (árið 2012) þjáist af sink skorti. Mun fleiri eru í fátækari löndum og í efnameiri löndum (eins og Íslandi) er talið að um 8% einstaklinga séu með einhvern skort. En einnig skal hafa í huga að börn er mun líklegri að hafa sink skort en fullorðnir. Talið er að um 20% barna í heiminum undir 5 ára, sé með sink skort.


En of mikið af sinki er heldur ekki gott. Aukaverkanir af of miklu sinki eru t.d. magakrampar, flökurleiki, uppköst og niðurgangur. Það er því mikilvægt að leita til læknis og vera viss hvort um sé að ræða skort áður en tekið er mikið af sinki sem bætiefni.


,,Enchinacea” er í raun ættkvísl af plöntum, sem margar innihalda mjög virk efni. Oftast er jurtin tekin sem tinktúra en einnig er hægt að fá hana í töfluformi. Það bendir ýmislegt til að hún virki vel við kvefi en mælt er samt með því að taka hana einnig sem fyrirbyggjandi en að byrja að taka hana eftir að kvefið er komið.   





Hvítlaukur hefur áhrif á bólgur, hjarta- og æðakerfið. Einnig góður fyrir streitu og veirusýkingu í öndunarfærum.
Hvítlaukur er góður fyrir heilsuna

Hvítlauk þekkja allir í mataræði okkar en það er einnig hægt að taka hann inn sem bætiefni. Hann er talinn hafa mjög góð áhrif á bólgur í líkamanum ásamt því að hafa áhrif á hjarta og æðakerfið okkar. Einnig hefur hann verið rannsakaður fyrir ýmsum streitueinkennum og veirusýkingum í efri öndunarvegi og hafa þær rannsóknir komið vel út.



Hefur mataræðið okkar áhrif á það hversu oft við fáum kvefpestir?


Já - í þeim skilningi að með hollum og næringarríkum mat þá höfum við áhrif á ónæmiskerfið okkar.


Við höfum áhrif á ónæmiskerfið með því að:


  • Borða nægilega mikið af kaloríum, við þurfum orku til að keyra líkama okkar áfram. Bæði prótein og fita eru okkur lífsnauðsynleg. Við þurfum að passa að við fáum þessi næringarefni í réttum hlutföllum. Kolvetni eru okkur ekki nauðsynleg en réttu kolvetnin gefa okkur trefjar og orku til að stunda vinnu og hreyfingu. Því er einnig mikilvægt að við fáum næringarrík kolvetni.


  • Borða nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum sem eru stútfull af næringu sem við virkileg þurfum til að fá líkamann til að vinna sem best. Grænkál, bláber, sítrus ávextir og fleira eru góðir kostir.


  • Borða nægilega mikið af trefjum. Íslendingar borða ekki nægilega mikið af trefjum. Baunir, grænmeti og annað grófmeti er góður kostur. Og muna að drekka fullt af vatni með!


  • Halda meltingunni í lagi. Við þurfum ekki að kaupa dýra góðgerla ef við náum að borða rétt fyrir meltinguna. Kefir, súrkál, jógúrt með góðgerlum, grænmeti og baunir eru góð dæmi um fæðu sem halda meltingunni okkar í lagi. Og svo auðvitað hellingur af vatni.


  • Halda langvarandi streitu niðri. Langvarandi streita hefur mjög slæm áhrif á ónæmiskerfið okkar. Ekki skal samt rugla því saman við skyndilegt streituástand sem kemur vegna hreyfingar eða að tala opinberlega. Það getur styrkt ónæmiskerfið.


  • Halda bólgum, blóðsykri og kólesteroli í réttum hlutföllum. Efnaskipti okkar hafa áhrif á ónæmiskerfið.


Það er alltaf ávinningur í því að lifa heilbrigðu líferni og halda ónæmiskerfinu okkur góðu ❤️.

Comments


bottom of page