Fram að áramótum ætla ég að gefa 4 vikna æfingaplan þar sem ég legg áherslu á að styrkja mjaðmir og að auka jafnvægið. Æfingarnar eru þrjár yfir vikuna og eru ca. 30 mínútur.
Prógramið er einfalt og þægilegt, tilvalið fyrir þá sem:
Vilja byrja að hreyfa sig en vilja ekki skuldbinda sig í að fara í ræktina (ekki strax amk.)
Finna til verkja í mjöðm en geta ennþá gengið og gert styrktaræfingar (mjög mikilvægt að byrja að styrkja þetta svæði)
Vilja byrja rólega og ekki fara framúr sjálfum sér
Vilja auka jafnvægið og styrk heima eða í fríinu
Æfingaplanið er hægt að gera hvar sem er og það eina sem gott væri að hafa er æfingadýnu (eða teppi) og teygjuhring.
Eina sem þú þarft að gera er að senda mér skilaboð um að þú viljir frá frítt æfingaplan og ég sendi þér upplýsingar hvernig þú getur skráð þig inn á appið með æfingunum eða skráð þig inn í tölvuna þína og fengið þar aðgang að æfingunum.
Æfingaplanið er frítt út desember 2024. Þú hefur síðan aðgang að appinu (eða getur skráð þig inn í tölvuna) út janúar 2025.
Hafðu samband á berglind@lifandilif.is og fáðu frítt prógram sem gæti breytt lífi þínu 💪.
Commentaires